Sérðu rúmbudansinn duna nú,
dönsum því, ég og þú
svifum létt um gólfið til og frá
töfrabrá, logaþrá
Er það draumur eda ert þú hér?
enn í kvöld, einn med mér
armar þínir vekja ástarbál
unadsmál, eld í sál
Dönsum saman uns dagurinn rís
þótt þá dyljist því minnist ég þin
og thín hand leidir hand mína heim
ut í hamingjugeim
Við þinn fagra ljúfa augnaeld
undi ég þetta kveld
djúpa döggin mjúk að moldu skjótt
mild og hljóð kemur nótt
0 σχόλια:
Δημοσίευση σχολίου